Um HUGG

 //

HUGG var stofnað með það markmið að leiðarljósi að bjóða fólki uppá fallega og persónulega hönnun. Við leggjum áherslu á að gera fólki kleift að innrétta heimili sitt með tímalausri hönnun. HUGG stjörnumerkja plakötin eru Íslensk-Dönsk hönnun og hugverk eftir Sunnevu Sverris og Oliver Pedersen.

Sjálfbærni verður alltaf í fyrirrúmi hjá HUGG og því er eitt tré gróðursett fyrir hvert selt HUGG plakat, þar sem nýtt svæði til gróðursetningar er valið mánaðarlega. Öll 
plakötin eru prentuð innanlands af umhverfisvottaðri prentsmiðju og pappahólkarnir unnir úr endurunnum pappa.